expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Thursday, October 20, 2011

Fiskréttur með allskyns góðgæti

Ef það er eitthvað sem ég elska þá er það fiskur. Í kvöld eldaði ég fiskrétt sem að mamma mín gerði oft handa okkur þegar að við vorum yngri. Mér finnst hann yndislega góður, lyktin á meðan ég var að elda var sú dásamlegasta.. ég á erfitt með að tjá mig með orðum hversu mikið ég gleðst yfir góðum mat. En þessi réttur er einfaldur og bragðlaukarnir lenda í veislu. 

Fyrir ca. 4 

1x Stórt epli
1/4 x Brokkólíhaus
1/2 Rauðlaukur
1 x Rauð paprika
3 x Stórar gulrætur
4 x Ýsubitar (stórir bitar) 
3/4 x dós, philadelphia light rjómaostur
2 - 3 msk. Karrí (ég notaði aðeins meira til þess að fá fallegan gulan lit og meiri bragð) Smekksatriði.
Salt og pipar
Ooog rifinn ostur. 

 Grænmetið skorið smátt og steikt á pönnu í smá stund upp úr olíu. 

 Rjómaostinum bætt saman við, mér finnst gott að nota philadelphia light ostinn í matargerð. 
Kryddað vel. Ég lét sömuleiðis 2 - 3 msk af vatni saman við. Látið malla á pönnu í fáeinar mín.

 Ég skar fiskbitana niður í smærri bita og lét þá í eldfast mót, hellti síðan grænmetisblöndunni yfir og stráði rifnum osti yfir. 

 Inn í ofn í 30 mín við 190°C

 Komið úr ofninum, ég átti erfitt með mig að taka þessar myndir. Lyktin var svo yndislega góð að ég var orðin of spennt fyrir því að smakka. 
Einfalt - fljótlegt og ljúffengt! Ég segi það og skrifa. Veisla fyrir bragðlaukana! 

Enjoy xxx

10 comments :

 1. Mmm.. þú býður mér í þennan við fyrsta tækifæri
  xx Fríðan þín

  ReplyDelete
 2. Um leið og þú kemur á Skagann þá færðu fisk Fríða mín.

  ReplyDelete
 3. Þennan geri ég mjög oft! Hrikalega góður:)

  ReplyDelete
 4. Girnó :) Skiptir máli hvernig eplið er á litinn ? Þar sem þau gefa mismunandi bragð eftir litnum ;)

  ReplyDelete
 5. Alveg frábær fiskréttur. Ekki mikil fiskikona en þessi rann ljúflega niður. Alveg frábær síða hjá þér og hefur kveikt í manni þrána að elda góðan mat. Gott að fá svona myndrænar uppskriftir.

  ReplyDelete
 6. er hægt að nota eitthvað annað í staðinn fyrir rjómaostinn? :)

  ReplyDelete
 7. ætla að prófa þennan í kvöld :)

  ReplyDelete
 8. Var með þenna fiskrétt í kvöldmtinn, og hann verður sko eldaður aftur, æðislega góður :)

  ReplyDelete
 9. notar þú blástur?

  ReplyDelete